Kolviður er nú orðinn fullgildur félagi í Festu – miðstöð um sjálfbærni, en tæplega 200 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir mynda samfélag Festu. Markmiðið er að hafa auðgandi áhrif á umhverfi og samfélag með áherslu á sjálfbærni.
Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar (t.v.) og Jón Ásgeir Jónsson taka við formlegri staðfestingu frá Charlotte Thy hjá Bureau Veritas.
Fagráðstefna skógræktar 2024 verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 20.-21. mars og er þema hennar að þessu sinni Skógarauðlindin – innviðir og skipulag. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Fyrri dagur Fagráðstefnu er að jafnaði helgaður því þemanu hverju sinni, en seinni daginn verða erindi um ýmis efni sem varða skóga og skógrækt og eru ekki bundin við þema ráðstefnunnar.
Skráningafrestur er til 12. mars. Skráningareyðublað og dagskrá má finna hér: https://island.is/frett/skraning-a-fagradstefnu-skograektar-hafin.
Fagráðstefna skógræktar er eins og heitið gefur til kynna vettvangur þekkingarmiðlunar og umræðu í skógargeiranum. Ráðstefnan hefur verið haldin í rúma tvo áratugi og hleypur til milli landshluta frá ári til árs.
Þín skuldbinding um umhverfislega ábyrgð hefur haft mikil áhrif á viðleitni okkar til að varðveita og stækka mikilvæg vistkerfi. Saman höfum við lagt af stað í vegferð í átt að grænni og sjálfbærari framtíð.
Í ljósi fréttar sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Tekist á um gróðursetningu trjáa“ viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Kolviður býður upp á kolefnisbindingu með skógrækt en ekki kolefnisjöfnun. Kolefnisbinding Kolviðar með skógrækt er unnin samkvæmt alþjóðlegum ISO-14064 staðli og í samræmi við Evróputilskipanir.
Myndin sem fylgir fréttinni og gefið er í skyn að sýni gróðursetningu á vegum Kolviðar er ekki af ræktunarsvæði á vegum Kolviðar. Í vottunarferli Kolviðar samkvæmt ISO-14064 staðlinum er reiknuð öll losun sem verður við framkvæmd skógræktar.
Landval Kolviðar mótast af ýmsum þáttum – vilja landeiganda til samstarfs, hentugleika lands til skógræktar, aðgengi, beitarmálum, landslagsgerðum o.s.frv. Allar gróðursetningar Kolviðar eru byggðar á skógræktaráætlun og háðar framkvæmdaleyfi frá skipulagsyfirvöldum sveitarfélaga, þar sem iðulega er kallað eftir umsögnum stofnana sem með náttúru- og minjavernd fara.
Kolviður hefur frá stofnun árið 2006 reynt að vinna af heilindum og á grundvelli besta vinnulags hvers tíma.
Kolviður er íslenskur óhagnaðardrifinn sjóður þar sem allar tekjur fara til skógræktar.
Kolviður undirritaði nýlega samning við Tjarnarbíó sem gefur gestum leikhússins kost á að binda kolefni á móti losun tengdri ferðum í leikhúsið. Viðskiptavinir Tjarnarbíós geta nú við bókun miða á viðburði þess á tix.is valið að greiða 150 krónum meira og rennur sá peningur til Kolviðar, til gróðursetningar trjáa.
Sindri Már Hannesson frá tix.is, Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtjóri Tjarnarbíós og Reynir Kristinsson, formaður Kolviðar, við undirritun samningsins.
Framvinduskýrsla Kolviðar fyrir árið 2022 hefur nú verið tekin saman. Í henni eru helstu upplýsingar um verkefni sjóðsins og væntanlega vottun verkefna. Skýrsluna má lesa hér (pdf).
Stefnir hefur frá árinu 2020 verið með samning við Kolvið um að binda kolefni á móti þeirri losun sem til kemur vegna rekstrar félagsins. Við stofnun sjóðsins Stefnis – Grænavals ákvað Stefnir að gróðursetja 10 tré fyrir hvern aðila sem fjárfestir í sjóðnum frá stofnun hans 2021 til loka árs 2022.
Nú í október var þeim áfanga náð að nálgast 5 þúsundasta tréð og og af því tilefni hittust Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – Grænavals, og tóku fyrstu skref í því að binda kolefni á móti losun, en alls binda 5000 tré um 500 tonn af koldíoxíði.
Nýlegar athugasemdir