Skip to main content

Kolviður Skilmálar

Almennt

Kolviður áætlar plöntun ársins út frá umfangi kolefnislosunar síðasta árs ef samstarfsaðili hefur ekki sent áætlun um kolefnislosun fyrir lok febrúar hvert ár.

Gróðursetning

Gróðursetning plantna til kolefnisbindingar á sér stað frá því í maí til loka október. Sérfræðingar Kolviðar ákvarða plöntuval og áburðagjöf út frá aðstæðum á gróðursetningastað. Alltaf verða einhver forföll í lifun plantna og annast Kolviður íbótagróðursetningu fyrir þær plöntur sem ekki ná að lifa.  Miðað er við að það séu 2.500 lifandi plöntur á hektara og að þær fái allt að 60 ár til að binda tilskilð magn CO2.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Fyrirtæki sem kolefnisbinda hjá Kolviði geta hætt kolefnisbindingu með því að segja upp samkomulagi milli félaganna með þriggja mánaða fyrirvara skriflega.

Verð

Verð eru ákvörðuð í lok árs og gildir það þá fyrir komandi ár.

Skattar og gjöld

Kolviður sjóður er sjálfseignastofnun og ekki rekinn í hagnaðarskyni, verð eru ekki með vsk. og sjóðurinn greiðir ekki vsk.

Trúnaður

Kolviður heitir samstarfsaðilum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við samstarfið. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.