Skip to main content

Samkvæmt starfsreglum stjórnar Kolviðar þá er við það miðað að sjóðurinn haldi ársfund fyrir lok október ár hvert. Á þessum fundi er gerð grein fyrir starfsemi sjóðsins og ársreikningum hans.

Til fundarins er boðið samstarfsaðilum Kolviðar svo að þeir megi fræðast um starfsemi hans og afkomu, þar gefst þeim einnig tækifæri til þess að spyrjast fyrir og koma með ábendingar sjóðnum til framdráttar.

Hér má nálgast gögn frá ársfundum Kolviðar.

Árið 2007 var fyrsta starfsár Kolviðar, vefsíðan var opnuð í maí 2007 og náði reksturinn því yfir rúma 7 mánuði ársins. Áður en sjóðurinn tók til starfa hafði hugmynda- og þróunarvinna farið fram innan vébanda stofnenda sjóðsins á árunum 2005 og 2006 en ríkisstjórn Íslands hafði veitt kr. 2 milljóna styrk til að standa straum af útlögðum kostnaði. Annar stofnkostnaður á árinu 2007 var greiddur af bakhjörlunum Orkuveitu Reykjavíkur og Kaupþingi fyrst og fremst, en þar má telja auglýsingar og kynningar, vefsíðugerð, ýmsan launakostnað, reikningslega aðstoð og lögfræðikostnað. Ársreikningur Kolviðar er endurskoðaður af KPMG og kynntur á aðalfundum stofnenda sjóðsins, Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.

Þar sem Kolviður þarf að kosta áframhaldandi ræktun og umsjón með skógunum er hluta af tekjum sjóðsins haldið í sérstökum söfnunarsjóð (sjá langtímaskuldbindingar í ársreikningum).