Samstarfsaðilar í kolefnisbindingu

Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess jafna útblástursmengun ökutækja sinna eða aðkeyptra flutninga, vegna flugferða starfsmanna og gesta, flugfrakt sem og skipaflutninga með aðföng og fullunna vöru.

Reiknilíkan á vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að reikna út losun starfseminnar á gróðurhúsalofttegundum og kostnað við kolefnisbindingu, s.s. gróðursetningu trjáa á svæðum sem um hafa verið gerðir langtímasamningar (90 ár).

Kolviður gerir langtíma samstarfssamninga við fyrirtæki um kolefnisbindingu þeirra á grundvelli kolefnisbókhalds.

Sjóðurinn gerir einnig samninga við skógræktarfélög eða verktaka um gróðursetningu.

Með því að velja Kolvið stuðla viðskiptavinir hans að því auk kolefnisbindingar að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, einu helsta umhverfisvandamáli Íslendinga.

Sjóðurinn hvetur til að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda af fremsta megni, og til kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri fyrir þá losun sem óhjákvæmileg er.

Nútímaleg fyrirtæki leggja mikla áherslu á umhverfismál og gott orðspor veitir forskot á kröfuhörðum markaði.

Margþættur ávinningur felst í því að fyrirtæki geri grein fyrir kolefnisfótsporum sem starfsemi þess veldur og leiti þannig allra leiða til bættrar nýtingar og kolefnisbindi á móti þeirri losun sem óhjákvæmilega á sér stað.

Samningsgrunnur um kolefnisbindingu

Samningur um kolefnisbindingu

Kolviður-sjóður kt. 560606-1170, Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík, (hér eftir nefndur Kolviður) og Nafn, kt., heimilisfang, póstnúmer, staður (hér eftir nefnt XXX) gera með sér svofelldan samning um kolefnisbindingu.

1. Markmið

Markmið þessa samnings er að binda kolefni – CO2 – sem til fellur vegna starfsemi XXX. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með.

2. Ytra eftirlit

Kolviður starfar undir eftirliti Ríkisendurskoðunar og ytri endurskoðenda sem skoða hvort að fjármunir séu tryggðir til umhirðu þar til skógræktin hefur skilað þeirri bindingu sem miðað er að. Rannsóknarsvið Skógræktarinnar safnar á vísindalegan hátt upplýsingum um bindingu kolefnis í skóginum samkvæmt vinnureglum skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum (UNFCCC). Stefnt er að vottun á verkefnum Kolviðar samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO 14064-2 fyrir bindingu kolefnis

3. Kolefnisbinding

Miðað er við að það taki gróðurinn 50 ár frá gróðursetningu að binda 375 tonn CO2/ha. sem skilar 300 tonna handbærri bindingu á ha. Kolefnisbinding hefst við gróðursetningu en fer hægt af stað og nær hámarki sínu eftir 30-40 ár eftir tegundum trjáa. Kolefnisbinding með Kolviði er því vænt binding sem á sér stað í trjám, jarðvegi og sópi á 50 ára vaxtatíma skógarins. Til að tryggja framgang skógarins er sérstök vöktunaráætlun sem stuðlar að nauðsynleg lifun gróðurs eigi sér stað. Til þess að tryggja tilvist skógarins út 50 ára vaxtartímann er þinglýst kvöð á það land sem nýtt er undir Kolviðarskóg.

4. Kolefnislosun

XXX bindur kolefni á móti losun vegna eftirtalinnar starfsemi sinnar:
Kolefnislosun vegna aksturs;                                   tonn CO2
Kolefnislosun vegna flugs;                                        tonn CO2
Kolefnislosun vegna förgunar;                                 tonn CO2
Kolefnislosun vegna [annað];                                   tonn CO2
Samtals                                                                         tonn CO2

Kostnaður við kolefnisbindingu á reikningum útgefnum árið 2022 er kr. 2.600 pr. tonn CO2.

Til kolefnisbindingar framangreindrar árlegrar losunar þarf að gróðursetja um 10 tré til bindingar á hverju tonni af  CO2.  Þessu til staðfestingar gefur Kolviður út sérstaka viðurkenningu sé þess óskað.

5. Kolefnisbókhald yfir losað magn koldíoxíðs – CO2 – á ársgrundvelli

XXX heldur kolefnisbókhald yfir þá starfsemi sem kolefnisbindingin nær til þar sem skráðir eru þeir þættir sem leiða til losunar eftir því sem við á. Útreikningur á losun gróðurhúsalofttegunda byggir á útreikningum sem fyrirtækið hefur gert eða látið gera. Fyrirtækið er ábyrgt fyrir upplýsingum um losun sína og yfirlýsingum um kolefnisjöfnun eða kolefnishlutleysi.

6. Kolefnisáætlun

XXX upplýsir um það magn kolefnislosunar (tonn CO2) sem það óskar eftir að binda. Upplýsingar um losun fyrra árs þurfa að liggja fyrir í lok febrúar þannig að gróðursetning eigi sér stað á því ári. Ef fyrirtækið skilar ekki inn upplýsingum fyrir lok febrúar gengur Kolviður út frá tölum síðasta árs og skipuleggur gróðursetningu og innheimtir kostnað í samræmi við það.

7. Greiðslur

Greiðslur fyrir kolefnisbindingu hvers árs eru innheimtar í mars þegar upplýsingar um óskaða bindingu liggja fyrir eða samkvæmt áætlun samkv. 4. og 5. gr.  Við afturvirka kolefnisbindingu vegna fyrri ára er reikningur gerður eftir undirritun samnings þar um. Reikningar skulu greiddir innan 30 daga eftir dagsetningu þeirra. Reikningar skulu merktir með tilvísun til þessa samnings.

8. Notkun á merki Kolviðar

XXX fær með samningi þessum heimild til þess að nota merki Kolviðar í kynningargögn, upplýsingar á heimasíðu og útsent efni. Notkun á merki Kolviðar skal vera samkvæmt reglum þar að lútandi en önnur notkun er háð fyrirfram samþykki fulltrúa Kolviðar. Ávallt skal koma fram hvaða þætti í starfsemi fyrirtækisins er verið að binda kolefni fyrir og óheimilt er að gefa til kynna víðtækari kolefnisbindingu en raun er.

Kolviður mun á heimasíðu sinni halda skrá yfir fyrirtæki sem kolefnisbinda á móti losun sinni. Kolviður mun setja tengingu við heimasíðu XXX með https://www.xxx.is

9. Gildistaka

Samningur þessi tekur gildi við undirritun. XX kolefnisbindur skv. framangreindum þáttum samkv. 4. gr. frá og með xxxx 20xx.

10. Samningsrof

Kolefnisbinding á umsömdu árlegu magni kolefnislosunar tekur allt að 50 ár. Samningurinn nær því einungis til umsamdrar losunar sem á sér stað hjá fyrirtækinu á samningstímanum. Notkunin á merki Kolviðar er því aðeins heimil á samningstímanum, að fyrirtækið greiði árlega fyrir þá plöntun sem þá á sér stað.

Falli samningur þessi um kolefnisbindingu úr gildi mun Kolviður áfram tryggja að sú binding sem keypt hefur verið eigi sér stað.

Fyrirtækinu er óheimilt að nota merki Kolviðar eða gefa í skyn að Kolviður annist bindingu á kolefnislosun þess eftir samningsrof . Sé það gert er litið á það sem blekkingu gagnvart neytendum og meðhöndlað sem slíkt.

11. Framsal

Aðilum samnings þessa er óheimilt að framselja rétt sinn samkvæmt honum til þriðja aðila nema með skriflegu samþykki.

12. Uppsögn

Samningur þessi er uppsegjanlegur af hálfu beggja samningsaðila með þriggja mánaða fyrirvara með skriflegum hætti.

12. Samskipti

Allar tilkynningar sem sendar eru á grundvelli samningsins skulu sendar aðilum á þau heimilis­föng sem tilgreind eru í upphafi hans.

Eftirtaldir fulltrúar aðila skulu vera tengiliðir samningsaðila;

  • Tengiliður XXX er: nafn, netfang, sími
  • Tengiliður Kolviðar er: Ragnhildur Freysteinsdóttir, kolvidur@kolvidur.is, sími 551 8150

14. Varnarþing og úrlausn ágreiningmála

Með samning þennan skal að öllu leyti farið að íslenskum lögum.

Rísi ágreiningur vegna samnings þessa eða um efni hans skulu aðilar freista þess að leysa úr honum. Takist það ekki skal dómsmál um slíkan ágreining rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

15. Samningseintök og undirritun

Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða og jafngildum eintökum og skal hvor samnings­aðili halda einu eintaki.

Til skuldbindingar og staðfestu efnis samningsins rita þar til bærir forsvarsmenn aðila undir samninginn fyrir þeirra hönd.

Sækja Word skjal með samningsgrunni

Reglur um merki Kolviðar

Notkun á merki Kolviðar á kynningargögn

Samningsaðilum um kolefnisbindingu er heimilt að nota merki Kolviðar á kynningarefni og önnur skjöl sem upplýsa viðskiptavini um samfélagslega ábyrgð samningsaðila á samningstímanum. Mikilvægt er að skýrt komi fram hvaða þættir í starfseminni er bundið kolefni á móti þannig að viðskiptavinum séu ekki send röng skilaboð því slíkt getur skaðað bæði orðspor viðkomandi fyrirtækis sem og Kolviðar.

Að samningstíma liðnum er óheimilt að nota merki Kolviðar, notkun þess þá er samningsbrot.

Merki Kolviðar á fiskumbúðir

Fiskútflytjendum sem binda kolefni á móti losun tengdri flugfrakt á ferskum fiski samkvæmt samningi við Icelandair Cargo er heimilt að nota merki Kolviðar til þess að sýna fram á samfélagslega ábyrgð viðkomandi aðila með því að binda kolefni  á móti losun tengdri viðkomandi flugfrakt frá Íslandi að lendingarstað.

Merki Kolviðar má vera á viðkomandi umbúðum, skjölum og kynningarefni til þess að undirstrika stefnu viðkomandi fyrirtækis. Skýrt skal koma fram að um kolefnisbindingu tengdri flugfrakt er að ræða og ekki má gefa annað í skyn t.d. er hægt að láta koma fram „Carbon neutralized airfreight“ undir merki Kolviðar.

Að samningstíma liðnum er óheimilt að nota merki Kolviðar, notkun þess þá er samningsbrot.

Merki Kolviðar á drykkjarumbúðir

Drykkjarvöruframleiðendum með samning um kolefnisbindingu tengdri flutningi vörunnar frá Íslandi til uppskipunarhafnar er heimilt að nota merki Kolviðar á drykkjavöruumbúðir sínar (flöskur) sem og ytri umbúðir. Koma skal skýrt fram hvaða þætti í ferli vörunnar er bundið kolefni á móti.