Skip to main content

Fyrirtæki sem hafa bundið kolefni í samstarfi við Kolvið

Samningsbundin fyrirtæki sem hafa bundið kolefni með skógrækt hjá Kolviði.

Rekstraraðilar vinsamlegast hafa samband við kolvidur@kolvidur.is varðandi reikninga vegna kolefnisbindingar, ekki greiða gegnum heimasíðu sem er ætluð einstaklingum.

Kynningarbæklingur (pdf)

Ég vil kolefnisbinda

Niflheimar ehf.

Noron ehf.

Samstarfsaðilar í kolefnisbindingu

Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess að vega upp á móti útblástursmengun ökutækja sinna eða aðkeyptra flutninga, vegna flugferða starfsmanna og gesta, flugfrakt sem og skipaflutninga með aðföng og fullunna vöru.

Kolviður gerir langtíma samstarfssamninga við fyrirtæki um kolefnisbindingu þeirra á grundvelli kolefnisbókhalds.

Sjóðurinn gerir einnig samninga við skógræktarfélög eða verktaka um gróðursetningu.

Með því að velja Kolvið stuðla viðskiptavinir hans að því auk kolefnisbindingar að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, einu helsta umhverfisvandamáli Íslendinga.

Sjóðurinn hvetur til að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda af fremsta megni, og til kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri fyrir þá losun sem óhjákvæmileg er.

Nútímaleg fyrirtæki leggja mikla áherslu á umhverfismál og gott orðspor veitir forskot á kröfuhörðum markaði.

Margþættur ávinningur felst í því að fyrirtæki geri grein fyrir kolefnisfótsporum sem starfsemi þess veldur og leiti þannig allra leiða til bættrar nýtingar og kolefnisbindi á móti þeirri losun sem óhjákvæmilega á sér stað.

Reglur um merki Kolviðar

Notkun á merki Kolviðar á kynningargögn

Samningsaðilum um kolefnisbindingu er heimilt að nota merki Kolviðar á kynningarefni og önnur skjöl sem upplýsa viðskiptavini um samfélagslega ábyrgð samningsaðila á samningstímanum. Mikilvægt er að skýrt komi fram hvaða þættir í starfseminni er bundið kolefni á móti þannig að viðskiptavinum séu ekki send röng skilaboð því slíkt getur skaðað bæði orðspor viðkomandi fyrirtækis sem og Kolviðar.

Að samningstíma liðnum er óheimilt að nota merki Kolviðar, notkun þess þá er samningsbrot.

Merki Kolviðar á fiskumbúðir

Fiskútflytjendum sem binda kolefni á móti losun tengdri flugfrakt á ferskum fiski samkvæmt samningi við Icelandair Cargo er heimilt að nota merki Kolviðar til þess að sýna fram á samfélagslega ábyrgð viðkomandi aðila með því að binda kolefni  á móti losun tengdri viðkomandi flugfrakt frá Íslandi að lendingarstað.

Merki Kolviðar má vera á viðkomandi umbúðum, skjölum og kynningarefni til þess að undirstrika stefnu viðkomandi fyrirtækis. Skýrt skal koma fram að um kolefnisbindingu tengdri flugfrakt er að ræða og ekki má gefa annað í skyn t.d. er hægt að láta koma fram „Carbon neutralized airfreight“ undir merki Kolviðar.

Að samningstíma liðnum er óheimilt að nota merki Kolviðar, notkun þess þá er samningsbrot.

Merki Kolviðar á drykkjarumbúðir

Drykkjarvöruframleiðendum með samning um kolefnisbindingu tengdri flutningi vörunnar frá Íslandi til uppskipunarhafnar er heimilt að nota merki Kolviðar á drykkjavöruumbúðir sínar (flöskur) sem og ytri umbúðir. Koma skal skýrt fram hvaða þætti í ferli vörunnar er bundið kolefni á móti.