Skip to main content

Flug

Flugsamgöngur eru orkufrekar en mikill árangur hefur náðst hjá flugfélögum með sparneytnari flugflota og bættri sætanýtingu. Íslendingar eru háðari flugsamgöngum en flestar aðrar þjóðir. Sjálfsagt er að sýna ábyrgð í verki og binda þá losun sem óhjákvæmilega á sér stað vegna flugferða og byggja upp græna skógarauðlind þar sem um aldir hefur átt sér stað ein umfangsmesta skógareyðing í veröldinni.

Akstur

Kolviður hvetur alla til að gæta ýtrustu hagkvæmni varðandi ökutækjanotkun og velja eins vistvæna bíla og orkugjafa og völ er á. Reikna má út kolefnislosun bensín- og díselbíla, hvort sem er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki, í reiknivélinni hér á síðunni.

Siglingar

Siglingar eru að jafnaði umhverfisvænni leið til að koma vörum á markað eða flytja aðföng samanborið við aðra kosti og veldur ámóta losun og flutningar með lest.