Skip to main content

Ársfundur Kolviðar árið 2020 var haldinn 28. september 2020 og var þar farið yfir helstu þætti starfsins árið 2019. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að fundurinn yrði eingöngu rafrænn, með streymi frá fundinum. Hér að neðan má sjá upptöku þeirra erinda sem haldin voru á fundinum.

Reynir Kristinsson, formaður Kolviðar, fór yfir það helsta úr starfsemi sjóðsins.

Jón Ásgeir Jónsson, verkefnastjóri hjá Kolviði, sagði frá gróðursetningum Kolviðarskóga.

Edda S. Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar, hélt erindi um loftslagsskóga á Mosfellsheiði og mælingar á kolefnisbindingu á Geitasandi.

Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri British Standard á Íslandi, hélt erindi um vottun Kolviðar.

Ársreikningur 2019 (pdf)