Skip to main content
Monthly Archives

október 2022

Kolviður og Stefnir gróðursetja 5000 tré

Eftir Fréttir

Stefnir hefur frá árinu 2020 verið með samning við Kolvið um að binda kolefni á móti þeirri losun sem til kemur vegna rekstrar félagsins. Við stofnun sjóðsins Stefnis – Grænavals ákvað Stefnir að gróðursetja 10 tré fyrir hvern aðila sem fjárfestir í sjóðnum frá stofnun hans 2021 til loka árs 2022.

Nú í október var þeim áfanga náð að nálgast 5 þúsundasta tréð og og af því tilefni hittust Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – Grænavals, og tóku fyrstu skref í því að binda kolefni á móti losun, en alls binda 5000 tré um 500 tonn af koldíoxíði.