Skip to main content

Kolviður fær ISO 14064 vottun frá Bureau Veritas

Eftir maí 8, 2024Fréttir
Við erum stolt af því að tilkynna að Kolviður – sjóður, sem er óhagnaðardrifinn sjóður sem hefur unnið að kolefnisbindingu með skógrækt, hefur hlotið ISO 14064 staðfestingu frá hinu virta Bureau Veritas í Bretlandi. Þessi mikilvægi áfangi sýnir fram á skuldbindingu okkar til sjálfbærni og staðfestu okkar í að vinna að gagnsærri og ábyrgri kolefnisstjórnun.
ISO 14064-2 er alþjóðlega viðurkenndur staðall sem veitir fyrirtækjum skýran ramma utan um bindingu og losun, vöktun, tilkynningaskyldu og sannreyna ávinning verkefnis. Staðfesting Bureau Veritas staðfestir nákvæmni og áreiðanleika útreikninga okkar og markvissra aðgerða okkar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með endurheimt skóga og sjálfbærum skógræktaraðferðum.
Kolviður – sjóður er óhagnaðardrifinn og leggur áherslu á að skapa grænni framtíð. Þessi ISO 14064 staðfesting styrkir ekki aðeins starfsemi okkar heldur einnig traust hagsmunaaðila og samstarfsaðila á verkefni okkar.
Við höfum lagt mikla vinnu og tíma í þetta verkefni og þökkum við skrifstofu Veritas fyrir strangt sannprófunarferli. Saman erum við að sá fræjum sjálfbærari heims.
Nánari upplýsingar um kolefnisbindingu og ISO 14064 vottun er að finna á heimasíðu okkar.
Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar (t.v.) og Jón Ásgeir Jónsson taka við formlegri staðfestingu frá Charlotte Thy hjá Bureau Veritas.