Skip to main content

Fagráðstefna skógræktar 2024

Eftir febrúar 16, 2024Fréttir

Fagráðstefna skógræktar 2024 verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 20.-21. mars og er þema hennar að þessu sinni Skógarauðlindin – innviðir og skipulag. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Fyrri dagur Fagráðstefnu er að jafnaði helgaður því þemanu hverju sinni, en seinni daginn verða erindi um ýmis efni sem varða skóga og skógrækt og eru ekki bundin við þema ráðstefnunnar.

Skráningafrestur er til 12. mars. Skráningareyðublað og dagskrá má finna hér: https://island.is/frett/skraning-a-fagradstefnu-skograektar-hafin.

Fagráðstefna skógræktar er eins og heitið gefur til kynna vettvangur þekkingarmiðlunar og umræðu í skógargeiranum. Ráðstefnan hefur verið haldin í rúma tvo áratugi og hleypur til milli landshluta frá ári til árs.