Nýverið bættust nokkur fyrirtæki í hóp þeirra sem kolefnisjafna hluta starfsemi sinnar í gegnum Kolvið og eru það fyrirtækin Bergs, sem flytur út ferskan fisk, Efla verkfræðistofa, Landsnet, Neyðarlínan, Nordic Green travel og Vodafone. Greinilegt er að vaxandi skilningur er á nauðsyn þess að taka ábyrgð á eigin losun gróðurhúsalofttegunda með mótvægisaðgerðum. Að beina sjónum að kolefnisbókhaldi leiðir einnig til aðgerða til að draga úr losun, t.d. með því að kaupa vistvænni bíla, og hvetja starfsfólk til vistvænni ferðamáta. Þá hafa Valitor og Vodafone boðið starfsmönnum að kolefnisjafna einkabifreiðar með sérstökum samningi þar um. Fleiri fyrirtæki eru í samningaferli og því er ekki laust við að farið sé að lifna yfir Kolviði kappa. Á eftir löngum vetri kemur vor.
Nýlegar athugasemdir