Landsvirkjun stóð fyrir vel heppnaðri ráðstefnu í Gamla bíói þann 4. mars s.l. Yfirskrift ráðstefnunnar var mjög í anda Kolviðar, „Ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum“ og voru flutt fjölmörg fróðleg erindi. Þar á meðal var erindi Reynis Kristinssonar stjórnarformanns Kolviðar sem hægt er að nálgast hér.
Kolviður vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Landsvirkjunar og samstarfsaðila sem að þessu sinni komu frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands, Samtökum iðnaðarins auk Kolviðar. Fleiri slíkir fundir eru boðaðir á árinu en Landsvirkjun fagnar nú 50 ára starfsafmæli.
Nýlegar athugasemdir