Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2026

Svíþjóð orðið kolefnishlutlaust – þökk sé sænskum skógum

Eftir Fréttir

Nú í desember birtist áhugaverð grein eftir Peter Holmgren á Substack um hlutverk skóga Svíþjóðar í baráttunni við loftslagsbreytingar. Svíþjóð náði þeim merka árangri að binda meira af CO2-ígildum en það losar árið 2024 og hefur það fyrst og fremst náðst með góðri umsjón skógarauðlindarinnar og sjálfbærri viðarframleiðslu.

Helstu þættir sem skipta þar máli:
– Sænskir skógar binda bæði mikið magn kolefnis og leggja til viðarafurðir sem koma í stað jarðefnaeldsneytis. Um 85% sænskra viðarafurða er flutt úr landi og notkun þeirra dregur úr losun í öðrum löndum.
– Eftir þurrka- og pestaár jókst vöxtur í skógum landsins, á sama tíma og minna var fellt og jókst því kolefnisbindingin.
– Orkuskipti frá jarðefnaeldsneyti yfir í kjarnorku, líf- og vindorku, ásamt meiri skilvirkni í orkugeiranum, hafa dregið úr losun um 50% frá árinu 1970 og þar skipar líforkan stærstan sess.

Núverandi rammar um losunartölur taka hins vegar ekki nægt tillit til þverfaglegra og alþjóðlegra ávinninga af skógrækt og viðarafurðum og vanmeta því raunverulegt framlag sænska skógræktargeirans til loftslagsmála.

Nánar má lesa um þetta á: Sweden is net-negative! Now what? – Peter Holmgren