Kolviður óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Við þökkum samstarfsaðilum og öllum þeim sem bundu kolefni hjá okkur á liðnu ári kærlega fyrir stuðninginn – ykkar framlag hjálpar til við að græða land skógi á ný!
Kolviður óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Við þökkum samstarfsaðilum og öllum þeim sem bundu kolefni hjá okkur á liðnu ári kærlega fyrir stuðninginn – ykkar framlag hjálpar til við að græða land skógi á ný!
Það kannast örugglega margir við þann vanda að kaupa jólagjöf handa einhverjum sem „á allt“. Einnig vilja sífellt fleiri draga úr neyslu og kaupa minni óþarfa, sem safnast svo bara upp á heimilum. Fyrir fólk í þessum sporum viljum við benda á jólagjafamöguleika: gjafabréf Kolviðar.
Fyrir 2.200 kr. má gefa fólki kolefnisbindingu upp á 1 tonn CO2, með gróðursetningu. Auk þess að binda kolefni hefur trjágróður/skógur auðvitað mörg önnur jákvæð umhverfisáhrif, svo sem að skapa skjól, miðla vatni og vinna gegn jarðvegseyðingu. Með því að gefa kolefnisbindingu hjá Kolviði hjálpar þú til við að græða land skógi á ný!
Gjafabréfið má kaupa með því að smella á rauða hnappinn á forsíðunni eða smella hér!
Nýlegar athugasemdir