Kolviður fær reglulega spurningu um hvar plönturnar sem sjóðurinn gróðursetur fari niður. Hingað til hefur verið gróðursett á tveimur stöðum – Geitasandi á Rangárvöllum og Úlfljótsvatni – og nú í sumar er fyrirhugað að bæta í hópinn tveimur svæðum, í Reykholti í Borgarfirði og við Húsavík.
Ársfundur Kolviðar hefur vanalega verið haldinn að vorlagi. Þar sem enn ríkir töluverð óvissa um samkomur í þjóðfélaginu var ákveðið að slá fundinum á frest fram á haust og er nú stefnt að því að halda fundinn þann 26. ágúst.
Ýmis fyrirtæki í samstarfi við Kolvið (og reyndar fleiri aðilar!) hafa forvitnast um möguleika á því að fá að taka þátt í gróðursetningu. Kolviður er nú með í undirbúningi að bjóða samstarfsaðilum upp á loftslagsdag, þar sem þetta væri í boði og er stefnt að því að halda hann laugardaginn 29. ágúst. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag koma síðar.
Nýlegar athugasemdir