Skip to main content

Viðskiptavinir Blue Car Rental geta kolefnisjafnað aksturinn hjá Kolviði

Eftir nóvember 15, 2019Fréttir

Blue Car Rental undirritaði samning við Kolvið en samkvæmt honum geta viðskiptavinir Blue Car Rental valið að kolefnisjafna akstur sinn á bílum leigðum hjá fyrirtækinu, frá og með 1. janúar 2020.

Þorsteinn Þorsteinson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental og Reynir Kristinsson, formaður Kolviðar undirrituðu samninginn þann 13. nóvember.