Skip to main content

Samningur við Festi undirritaður

Eftir október 3, 2019Fréttir

Eign­ar­halds­fé­lagið Festi hf. og dótt­ur­fé­lög­in N1, Krón­an, Bakk­ans og ELKO skrifuðu nýlega und­ir samn­ing við Kolvið sem fel­ur í sér að út­reiknuð los­un gróður­húsaloft­teg­unda vegna beinna áhrifa frá rekstri Fest­ar og dótt­ur­fyr­ir­tækj­anna verður kol­efnis­jöfnuð.

Samn­ing­ur­inn gild­ir fyr­ir tíma­bilið 2018 til 2019.

Rúm­lega 5.000 tré koma til með að verða gróður­sett til að fram­kvæma kol­efn­is­bind­ing­una, en það jafn­gild­ir um tveimur hekturum af skóg­lendi ár­lega á þeim svæðum sem Kolviður hef­ur umsjón með.

Hafa fyr­ir­tæki inn­an Fest­ar áður stigið álíka græn skref. Fyr­ir þetta verk­efni var inn­leidd hugbúnaðarlausn frá Klöpp­um græn­um lausn­um hf. til að kort­leggja og reikna út los­un gróðurhúsaloft­teg­unda frá starf­semi fyr­ir­tækj­anna.

Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóra Fest­ar og Reynir Krist­ins­son, stjórn­ar­formaður Kolviðs, við undirritun samningsins.