Eignarhaldsfélagið Festi hf. og dótturfélögin N1, Krónan, Bakkans og ELKO skrifuðu nýlega undir samning við Kolvið sem felur í sér að útreiknuð losun gróðurhúsalofttegunda vegna beinna áhrifa frá rekstri Festar og dótturfyrirtækjanna verður kolefnisjöfnuð.
Samningurinn gildir fyrir tímabilið 2018 til 2019.
Rúmlega 5.000 tré koma til með að verða gróðursett til að framkvæma kolefnisbindinguna, en það jafngildir um tveimur hekturum af skóglendi árlega á þeim svæðum sem Kolviður hefur umsjón með.
Hafa fyrirtæki innan Festar áður stigið álíka græn skref. Fyrir þetta verkefni var innleidd hugbúnaðarlausn frá Klöppum grænum lausnum hf. til að kortleggja og reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi fyrirtækjanna.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar og Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, við undirritun samningsins.