Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur gert samning við Kolvið um að kolefnisjafna helming heildarlosunar fyrirtækisins. Ölgerðin er, líkt og mörg önnur stór fyrirtæki, búin að innleiða heildstæða hugbúnaðarlausn, Klappir Core frá fyrirtækinu Klappir, Grænar lausnir hf. Hugbúnaðurinn vaktar losun í rauntíma og stuðlar þannig að minni losun og bættri yfirsýn yfir reksturinn. Mjög er þetta í anda Kolviðar sem hefur frá upphafi lagt áherslu á minni losun og að óhjákvæmileg losun sé kolefnisjöfnuð.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, við undirritun samningsins.