Skip to main content

Lykill kolefnisjafnar bílaflotann

Eftir júlí 2, 2018apríl 23rd, 2019Fréttir

Nýverið var skrifað undir samning milli Kolviðar og Lykils um að kolefnisjafna bílaflota Lykils. Framtak Lykils er lofsvert í ljósi þess að fyrirtækið er að taka á sig losun viðskiptavina sinna.

Kolviður skuldbindur sig þar með til að gróðursetja 10.000 tré á ári til að kolefnisjafna 1.000 tonna losun á CO2.

F.v. Einar Gunnarsson stjórnarmaður Kolviðar, Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar og Sverrir Viðar Hauksson, sviðstjóri viðskiptasviðs Lykils fjármögnunar.