Nýverið var skrifað undir samning milli Kolviðar og Lykils um að kolefnisjafna bílaflota Lykils. Framtak Lykils er lofsvert í ljósi þess að fyrirtækið er að taka á sig losun viðskiptavina sinna.
Kolviður skuldbindur sig þar með til að gróðursetja 10.000 tré á ári til að kolefnisjafna 1.000 tonna losun á CO2.
F.v. Einar Gunnarsson stjórnarmaður Kolviðar, Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar og Sverrir Viðar Hauksson, sviðstjóri viðskiptasviðs Lykils fjármögnunar.