Skip to main content

Kolviður kaupir 12 milljónir birkifræja

Eftir maí 28, 2018apríl 23rd, 2019Fréttir

Nýverið tryggði Kolviður sér birkifræ til að nota í verkefnum sínum á næstu árum. Vegna langvarandi vanefnda stjórnvalda á framlögum til skógræktar hafa plöntuframleiðendur einn af öðrum verið að hellast úr lestinni. Nú er fullkomnasta skógarplöntustöð landsins, Barri ehf á Fljótdalshéraði, að leggja niður starfsemi og selja frá sér alla lausa muni. Það varð úr að Kolviður keypti birkifræforða Barra sem geymdur er í Svíþjóð. Um er að ræða birkifræ af Bæjarstaðauppruna safnað í Bolholti á Rangárvöllum og Tinmýri á Hallormsstað.