Bónus hefur nú kolefnisjafnað rekstur verslana sinna fyrir árið 2018, en Bónus og Kolviður undirrituðu samning þess efnis þann 21. maí.
Í samstarfi við fyrirtækið Klappir Grænar Lausnir hf. var kolefnisspor verslana Bónus um land allt, árið 2018, reiknar, en umhverfisstjórnunarhugbúnaður Klappa hefur nú verið innleiddur í verklag Bónus, sem mun hjálpa fyrirtækinu að ná enn betri árangri í umhverfismálum. Samkvæmt útreikningum var losun Bónsu árið 2018 667 tonn CO2 og verða 6.670 tré gróðursett til að jafna það út, sem mun í framtíðinni mynda um 2 hektara skóg.