Skip to main content

Gróðursetning hafin í Kolviðarskóginum á Úlfljótsvatni

Eftir maí 28, 2018apríl 10th, 2019Fréttir

Gróðursetning í Kolviðarskóginum er kominn á fullan skrið en þar verða gróðursettar a.m.k. 60 þúsund plöntur í ár. Á síðasta ári stóð Kolviður fyrir gróðursetningu á 89.979 plöntum á Úlfljótsvatni og 16.785 plöntur voru gróðursettar á Geitasandi. Alls voru því gróðursettar 106.764 plöntur í Kolviðarskóga á síðasta ári og lætur nærri að það sé um 4% allra gróðursettra skógarplantna ársins.