Skip to main content

Nýr samningur við Höldur – Bílaleigu Akureyrar undirritaður

Eftir nóvember 29, 2021Fréttir

Kolviður undirritaði nýlega samning við Höldur – Bílaleigu Akureyrar, en markmið hans er að gefa viðskiptavinum Hölds tækifæri til að binda kolefni á móti þeirri losun sem til fellur vegna aksturs þeirra. Viðskiptavinir Hölds geta nú við bókun á leigu valið kolefnisbindingu í bókunarferlinu.

Skrifuðu Jón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Hölds og Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, undir samninginn.