Skip to main content

Landsvirkjun kolefnisjafnar sig

Eftir maí 7, 2013apríl 10th, 2019Fréttir

Reynir og Hordur

Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar og Hörður Arnarson,forstjóri Landsvirkjunar skrifa undir samning um kolefnisbindingu.

Þann 3. maí sl. gerði Landsvirkjun samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á losun vegna eldsneytisnotkunar á tæki og bifreiðar, flugferðir starfsmanna og losun vegna förgunar á úrgangi.

Kolefnisjöfnunin gildir frá og með 1. janúar 2013 og ef honum er ekki sagt upp heldur hann gildi sínu til ársloka 2014. Umfang kolefnisjöfnunarinnar er um 978 tonn CO2 miðað við árið 2012 sem jafnast með plöntun á um 9.000 trjám hvort ár.