Skip to main content

Landsvirkjun jafnar kolefnislosunina

Eftir maí 7, 2013apríl 10th, 2019Fréttir

LandsvirkjunFrétt af mbl.is 6.5.2013

Landsvirkjun og kolefnissjóðurinn Kolviður hafa skrifað undir samkomulag um að jafna alla kolefnislosun fyrirtækisins.

Um er að ræða notkun Landsvirkjunar á bensíni og dísilolíu á bifreiðar og tæki, vegna flugferða starfsmanna bæði innanlands og milli landa og loks vegna förgunar úrgangs. Alls var þessi losun um 1.000 tonn CO2-ígilda á sl. ári.

Er þetta einn liður í að draga úr loftslagsáhrifum fyrirtækisins en á síðasta ári var losun koltvísýrings til andrúmsloftsins frá starfsemi Landsvirkjunar tæplega 54.000 tonn, þar af um 40.000 tonn frá jarðvarmavirkjunum, um 13.000 tonn frá lónum vatnsfallsvirkjana og um 1.000 tonn vegna aksturs og flugferða.