Skip to main content

Kolviður og Festir gera með sér samning

Eftir júní 2, 2022Fréttir

Kolviður undirritaði nýlega samning við fasteignaþróunarfélagið Festir, en markmið hans er að binda kolefni – CO2 – sem til fellur vegna uppbyggingar Festis á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Uppbygging Festis telur um 210 íbúðir, auk atvinnurýma og bílakjallara. Festir lét gera lífsferilsgreiningu fyrir svæðið, þ.e. meta umhverfisáhrif af byggingarframkvæmdinni auk búsetu, alls yfir 60 ára tímabil.

Mun Kolviður gróðursetja tré til að vega upp á móti útreiknaðri losun.

Reynir Kristinsson, formaður stjórnar Kolviðar

„Þetta er með stærri samningum sem Kolviður hefur gert og er Kolviður sérlega ánægður með þá ábyrgð sem Festir sýnir með þessu, en rannsóknir sýna að töluverður hluti kolefnislosunar á heimsvísu kemur frá byggingariðnaði“.

Róbert Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis

„Ljóst er að við uppbyggingu fasteigna losnar mikið af kolefni út í andrúmsloftið. Með þessum samningi stígur Festir stórt skref með því að kolefnisjafna bæði framkvæmdina sjálfa og áætlaða losun á líftíma bygginganna. Verkefnið á Héðinsreit verður byggt í áföngum á næstu 3-4 árum en samningurinn við Kolvið gerir ráð fyrir að gróðursetning trjáa fyrir alla uppbygginguna og losun á líftíma bygginganna fari öll fram á þessu sumri.

Samninginn undirrituðu Reynir Kristinsson, formaður stjórnar Kolviðar og Róbert Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis.

F.v. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar og Róbert Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis.