Skip to main content

Frádráttur vegna kolefnisjöfnunar

Eftir september 22, 2020Fréttir

Samkvæmt breytingu á lögum um tekjuskatt, sem samþykkt var nú í sumar, mega lögaðilar draga framlög til kolefnisjöfnunar (allt að 0,85% af árstekjum) frá tekjum og á þetta við um aðgerðir í rekstri til kolefnisjöfnunar, sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslu og endurheimtar votlendis. Lögin taka gildi 1. janúar 2021 og koma til framkvæmda fyrir tekjuárið 2020.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alþingis – https://www.althingi.is/altext/150/s/0027.html