Geitasandur
Geitasandur er úr landi Stórahofs í Rangárvallasýslu. Kolviður hefur verið með tvö svæði á leigu frá Landgræðslunni. Fyrra svæðið er um 190 ha. Plöntun hófst árið 2007 og lauk plöntun þar 2016. Gróðursetning á því seinna hófst árið 2019. Almenningi er heimilt að nýta svæðið til útivistar.
Reykholt
Kolviður er með samning um 165 ha land í Reykholti í Borgarfirði, í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar.
Skálholt
Samningur er um 130 ha land norðaustan við þjóðveginn við Skálholt. Þar eru þegar fyrir tré úr fyrri skógrækt, um 25 ha.
Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn er í eigu Skógræktarfélags Íslands og skátahreyfingarinnar. Kolviður hefur tekið á leigu tvö svæði; suðursvæði sem er um 180 ha og norðursvæði sem nær allt upp undir Steingrímsstöð, um 145 ha. Plöntun hófst 2017 en gera má ráð fyrir að fullplantað verði árið 2021. Gróðurinn er enn of smár til þess að hægt sé að taka svæðið til notkunar til útivistar. Gróðursetning í þriðja svæðið, Háafell, hófst 2021.
Ærvíkurhöfði
Ærvíkurhöfði er í landi í eigu Norðurþings, rétt við Húsavík. Samningssvæðið er alls um 115 hektarar. Plöntun hófst 2020.