Flugsamgöngur eru orkufrekar en mikill árangur hefur náðst hjá flugfélögum með sparneytnari flugflota og bættri sætanýtingu. Íslendingar eru háðari flugsamgöngum en flestar aðrar þjóðir. Sjálfsagt er að sýna ábyrgð í verki og binda þá losun sem óhjákvæmilega á sér stað vegna flugferða og byggja upp græna skógarauðlind þar sem um aldir hefur átt sér stað ein umfangsmesta skógareyðing í veröldinni. Útreikningar í reiknivél vegna losunar eru miðaðir við losunarstuðla eldsneytis og eru nálgun á losun. Losun í flugi getur verið mismunandi eftir flugvélategundum, tegundum hreyfla og sætanýtingu í flugi.