Ársfundur Kolviðar var haldinn 25. janúar 2019. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, rakti rekstrartölur Kolviðar frá upphafi. Einar Gunnarsson, stjórnarmaður Kolviðar, greindi frá skógræktarverkefnum sjóðsins.
Dr. Brynhildur Bjarnadóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, fjallaði um rannsóknir sínar og annarra á kolefnisbindingu í trjám og gróðri. Að lokum fjölluðu Björn Traustason, sérfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktarinnar á Mógilsá, og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um hugmyndir að loftslagsskógi á Mosfellsheiði.
Erindi Reynis Kristinssonar (pdf)
Erindi Einars Gunnarssonar (pdf)
Erindi Brynhildar Bjarnadóttur (pdf)