Einstaklingar

Einstaklingar sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum kolefnislosunar geta kolefnisjafnað þá losun sem á sér stað þegar ökutæki þeirra brennir jarðeldsneyti þ.e. bensíni eða dísilolíu.

Á sama hátt getur þú kolefnisjafnað þá losun sem á sér stað þegar þú og fjölskylda þín ferðast með flugvélum.

Á síðunni er reiknivél þar sem þú getur sett inn þá þætti sem þú vilt kolefnisjafna og þá reiknast út hve mikil losun á sér stað og hvað það kostar að kolefnisjafna losunina. Einnig kemur fram hve mörgum trjám Kolviður mun planta til þess að mæta losun þinni.

Vinsamlegast leggðu útreiknaða upphæð inn á þann reikning sem upp er gefinn og þú munt fá staðfestingu á móttöku frá Kolviði.

Hér geta einstaklingar reiknað út kolefnislosun sína af einkabílum.