Einstaklingar sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum kolefnislosunar geta bundið kolefni á móti sinni losun, t.d. frá ökutæki (bensín/dísilolía) eða flugi. 10 tré binda kolefni sem samsvarar losun frá 6 tíma flugi fram og til baka eða akstri um 4.400 km (m.v. eyðslu 10 l/100 km). Kolefnisspor íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO2 ígilda á ári.
Á síðunni er reiknivél þar sem þú getur sett inn þá þætti sem þú vilt skoða og þá reiknast út hve mikil losun á sér stað og hvað það kostar að binda kolefni á móti losuninni. Einnig kemur fram hve mörgum trjám Kolviður áætlar að planta til þess að mæta losun þinni. Kolviður selur kolefnisbindingu í tonnum og 1 tonn eru u.þ.b. 10 tré miðað við núverandi stuðla. Binding er mjög mismunandi eftir tegundum og staðsetningu.
Reiknaðu þitt kolefnisfótsporViltu borga strax og velja sjálf(ur) upphæðina?
Veldu upphæð!Eða velja tonnafjölda?
Viltu millifæra ákveðna upphæð?
Bankaupplýsingar:
- Banki 0301 26 8228
- Kennitala 560606 1170