
Á ársfundi Kolviðar, sem haldinn var í Hannesarholti þann 16. október, endurnýjuðu Ísafold/Ísak ehf. og Kolviður samstarfssamning um kolefnisjöfnun á bílum fyrirtækjanna. Ísafold/Ísak ehf. eru meðal tryggustu viðskiptavina Kolviðar og hafa verið með frá upphafi.
Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar og Svavar Sigurðarson, fulltrúi Ísafoldar og Ísak, við undirritun samnings um kolefnisjöfnun í Hljóðbergi, Hannesarholti.