Vissir þú að:

Akstur metanbíla er kolefnishlutlaus?

Tengitvinnbílar menga mun minna en hefðbundnir bensín- eða dísilbílar?

Með því að hjóla eða ganga til og frá vinnu dregur þú úr mengun svo um munar?

Bílar menga hlutfallslega meira í snattakstri en í langkeyrslu?

Kaldstart eykur eyðslu og þar með losun á CO2?

Aksturslag og ástand ökutækis hefur mikil áhrif á eyðslu og þar með enn meiri áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda?

Venjuleg farþegaþota brennir 3,5 – 4 tonnum af þotueldsneyti á klukkustund?

Venjuleg farþegaþota sem flogið er í 6 klst. losar 66-76 tonn af CO2 ?

Asparskógurinn í Sandlækjarmýri bindur 20-30 tonn af CO2 á hektara á ári?

Árleg meðalbinding ræktaðra skóga á Íslandi er 7,2 tonn af CO2 á hektara?

Bensínbíll sem eyðir að jafnaði 10L/100km og ekið er 20 þúsund km losar 4,6 tonn af CO2 út í andrúmsloftið?

Ástand gróðurþekjunnar á Íslandi er víða það slæmt að kolefnisjöfnuður er neikvæður?

Ræktaðir skógar á Íslandi bind nú um 330 000 tonn af CO2?

Losun gróðurhúsalofttegunda veldur röskun veðrakerfa?

Flest bendir til að á Íslandi verði minni skil á milli árstíða vegna röskunar veðrakerfa?