Vottun og innra eftirlit

Kolviður hefur ráðið KPMG til að annast fjárhagsendurskoðun sjóðsins auk þess sem KPMG mun gera áreiðanleikaprófanir á reiknilíkani, sem birtist á vef sjóðsins, þar sem reiknuð er losun koldíoxíðs ásamt því hversu mörgum plöntum þarf að planta til kolefnisjöfnunar og kostnaður við plöntun. KPMG mun endurskoða og láta í ljós álit sitt á upplýsingum sem Kolviður birtir árlega um plöntun svo og mælingum á kolefnisbindingu sem fram fer á fimm ára fresti. Markmið endurskoðunarinnar er að komast að raun um hvort framangreindar upplýsingar um plöntun og kolefnisbindingu séu áreiðanlegar og innan eðlilegra skekkjumarka.