Nafnið

Hugmyndin að nafni og stofnun Kolviðar kom frá hljómsveitinni Fræbbblunum, sem árið 2003 hélt minningartónleika um Joe Strummer, söngvara hljómsveitarinnar Clash og stofnanda ámóta sjóðs og Kolviðar sem kallaðist „Future Forests“. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Íslands. Ágóði tónleikanna rann til Kolviðar. Nafnið varð til á hugarflugsfundi Fræbbblanna skömmu fyrir formlega stofnun sjóðsins.