Markmið

Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni.

Markmið verkefnisins eru því margþætt, á sama tíma og kolefnisbinding á sér stað, á sér stað binding jarðvegs og auðgun gróðurvistkerfa.

Með því að gera aðilum kleift að taka ábyrgð á eigin losun og bregðast við með áþreifanlegum hætti næst árangur. Kolviður mun þannig hvetja Íslendinga til þess að verða fyrsta þjóð heims til að kolefnisjafna útblástursáhrif samgöngutækja sinna með skógrækt og uppgræðslu lands.