Skip to main content

Tímamótasamningur undirritaður milli Icelandair Cargo og Kolviðar

Eftir október 17, 2013apríl 10th, 2019Fréttir

Icelandair CargoÁ ársfundi Kolviðar, sem haldinn var í Hannesarholti 16. október, var undirritaður samstarfssamningur Kolviðar við Icelandair Cargo. Samningurinn gengur út á að Icelandair Cargo býður viðskiptavinum sýnum að kolefnisjafna þá losun sem hlýst af fraktflugi með viðkomandi vöru. Eftir nákvæma útreikninga á losun á CO2 vegna  flutninga á varningi á öllum áætlunarleiðum Flugleiða auk fraktflugs með Icelandair Cargo varð til gjaldskrá fyrir kolefnisjafnaða flugfrakt. Icelandair Cargo mun sjá um kynningu og samninga við viðskiptavini og innheimta gjöld samkvæmt áðurnefndri gjaldskrá og standa skil á þeim til Kolviðar með uppgjöri tvisvar á ári. Aðilar þessa samnings hafa unnið að þessu í nokkurn tíma og hafa fundið fyrir vaxandi áhuga og þrýstingi frá viðskiptavinum um að bjóða upp á kolefnisjafnað fraktflug.

Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar og Mikael Tal Grétarsson, stjórnandi útflutningssviðs Icelandair Cargo, við undirritun í Hljóðbergi, Hannesarholti.