Samningsgrunnur fyrir kolefnisjöfnun

Kolviður-sjóður kt. 560606-1170, Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík, (hér eftir nefndur Kolviður) og xxx kt. xxxxxx-xxxx Reykjavík, gera með sér svofelldan samning um kolefnisjöfnun:

1.      Markmið

Markmið þessa samnings er að binda kolefni – CO2 – sem til fellur vegna tiltekinnar starfsemi xxx. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með.

2.      Ytra eftirlit

Kolviður starfar undir eftirliti Ríkisendurskoðunar, Íslenskrar skógarúttektar og ytri endur­skoðenda sem yfirfara og sannreyna að nauðsynleg plöntun og umhirða eigi sér stað og að fjármunir séu tryggðir til umhirðu þar til trjáræktin hefur skilað þeirri bindingu sem kol­efnisjöfnunin miðar að. Miðað er við að það taki gróður 90 ár að binda 330 tonn CO2/ha og til þess að tryggja það er þinglýst kvöð á það land sem nýtt er undir Kolviðarskóg.

3.      Kolefnisjöfnuð starfsemi

Eftirfarandi þættir í starfsemi xxx verða kolefnisjafnaðir:

  • Kolefnalosun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis vegna aksturs bifreiða xxx í þágu fyrirtækisins (um xxx tonn CO2 á ári).
  • Flugferðir starfsmanna innanlands og milli landa (um xxx tonn CO2 á ári).
  • Flutningar á sjó
  • Flugfrakt

Kostnaður við kolefnisbindingu árið xxxx er kr. x.000 pr. tonn CO2.

Þessu til staðfestingar gefur Kolviður út sérstakt „Certificate“ fyrir hvert samningsverkefni fyrir sig.

4.      Kolefnisbókhald yfir losað magn koldíoxíðs – CO2 – á ársgrundvelli

xxx heldur kolefnisbókhald yfir þá starfsemi sem kolefnisjöfnunin nær til þar sem skráð er notkun jarðeldsneytis og ferðir starfsmanna. Útreikningur á losun gróðurhúsalofttegunda byggir á útreikningum samkvæmt aðferðum sem Kolviður hefur samþykkt.

Kolviður getur farið fram á að sannreyna framangreindar upplýsingar.

5.      Kolefnisáætlun

Til þess að Kolviður geti skipulagt og plantað í samræmi við keypta kolefnisjöfnun þá gerir xxx áætlun um losun fyrir hvert ár og skal hún liggja fyrir  eigi síðar en í lok mars hvers árs.

6.      Greiðslur

Þegar xxx hefur gert grein fyrir áætlaðri losun samkvæmt 5. gr. samningsins skal Kolviður gera xxx grein fyrir kostnaði við að efna samning þennan. Greiðslur xxx til Kolviðar fara fram xx á ári. xxx sendir Kolviði upplýsingar um losun fyrir næstliðið ár eigi síðar en 31. febrúar ár hvert og á grundvelli þeirra sendir Kolviður xxx uppgjörsreikning fyrir það ár.

Kolviður skal skila reikningum inn til xxx fyrir 5. dag mars og september mánaða ár hvert og verða þeir greiddir 30 dögum eftir dagsetningu reiknings. Reikningur sem skilað er inn fyrir 5. mars er uppgjörsreikningur fyrir næstliðið ár. Reikningar skulu merktir með tilvísun til samningsins.

7.      Notkun á merki Kolviðar

xxx fær með samningi þessum heimild til þess að nota merki Kolviðar á þá bíla sem sannanlega eru kolefnisjafnaðir. Þetta á einnig við um kynningargögn, upplýsingar á heimasíðu og útsent efni. Notkun á merki Kolviðar skal vera samkvæmt reglum þar að lútandi en önnur notkun er háð fyrirfram samþykki fulltrúa Kolviðar. Ávallt skal koma fram hvaða þættir í starfsemi xxx eru kolefnisjafnaðir og óheimilt er að gefa til kynna víðtækari kolefnisjöfnun en raun er.

Kolviður mun á heimasíðu sinni halda skrá yfir fyrirtæki sem kolefnisjafna losun sína og geta þess hvaða þættir starfseminnar eru kolefnisjafnaðir.

Jafnframt mun Kolviður setja tengingu við heimasíðu xxx með www.xxx.is

8.      Gildistaka

Samningur þessi gildir fyrir losun ársins xxxx og endurskoðast árlega. (gildir þar til honum er sagt upp skriflega með minnst 3 mánaða fyrirvara).

9.      Samningsrof

Kolefnisbindingin á umsömdu magni tekur allt að 90 ár. Samningurinn nær því einungis til þeirrar losunar sem á sér stað hjá xxx á samningstímanum. Notkunin á merki Kolviðar er því aðeins heimil á samningstímanum, að fyrirtækið greiði fyrir þá plöntun sem þá á sér stað.

Falli samningur þessi um kolefnisjöfnun úr gildi er xxx óheimilt að nota merki Kolviðar á nokkurn hátt. Sé það gert er litið á það sem blekkingu gagnvart neytendum og meðhöndlað sem slíkt.

10.  Samskipti

Allar tilkynningar sem sendar eru á grundvelli samningsins skulu sendar aðilum á þau heimilis­föng sem tilgreind eru í upphafi hans.

11.  Framsal

Aðilum samnings þessa er óheimilt að framselja rétt sinn samkvæmt honum til þriðja aðila nema með skriflegu samþykki.

12.  Uppsögn

Samningur þessi er uppsegjanlegur af hálfu beggja samningsaðila með þriggja mánaða fyrirvara með skriflegum hætti.

13.  Vanefndir, úrlausn ágreinings

Um vanefndir fer eftir almennum reglum.

Rísi ágreiningur út af samningi þessum skulu aðilar freista þess að leysa úr honum. Takist það ekki er aðilum heimilt að bera ágreininginn undir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða og jafngildum eintökum og skal hvor samnings­aðili halda einu eintaki.

Öllu framanrituðu til staðfestingar rita aðilar samningsins nöfn sín hér að neðan í votta viðurvist.

Reykjavík xx xxxx 2013