Fyrirtæki

Kolvidur_fyrirtaeki_L

Samstarfssamningar um kolefnisbindingu

Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess jafna útblástursmengun ökutækja sinna eða aðkeyptra flutninga, vegna flugferða starfsmanna og gesta, flugfrakt sem og skipaflutninga með aðföng og fullunna vöru.

Reiknilíkan á vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að reikna út losun starfseminnar á gróðurhúsalofttegundum og kostnað við kolefnisjöfnun s.s. gróðursetningu trjáa á svæðum sem um hafa verið gerðir langtímasamningar (90 ár).

Kolviður gerir langtíma samstarfssamninga við fyrirtæki um kolefnisjöfnun losunar þeirra á grundvelli kolefnisbókhalds.

Sjóðurinn gerir einnig samninga við skógræktarfélög eða verktaka um gróðursetningu.

Með því að velja Kolvið stuðla viðskiptavinir hans að því auk kolefnisbindingar að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, einu helsta umhverfisvandamáli Íslendinga.

Sjóðurinn hvetur til að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda af fremsta megni, og til kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri fyrir þá losun sem óhjákvæmileg er.

Nútímaleg fyrirtæki leggja mikla áherslu á umhverfismál og gott orðspor veitir forskot á kröfuhörðum markaði.

Margþættur ávinningur felst í því að fyrirtæki geri grein fyrir kolefnisfótsporum sem starfsemi þess veldur og leiti þannig allra leiða til bættrar nýtingar og kolefnisjafni þá losun sem óhjákvæmilega á sér stað.